Hringja i 112

Neyðarverðir eru á vakt allan sólarhringinn, árið um kring, mismargir, eftir væntu álagi. Aðstaða er fyrir átta neyðarverði í varðstofunni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Í neyðaratburði má búast við að skapist, öngþveiti, hræðsla og streita á vettvangi. Þegar mikið álag myndast, gengur allt miklu hægar. Ef þú veist hvernig á að bregðast við minnkar álagið og streitan. Það skapar dýrmætan tíma, sem getur oft skipt á milli lífs og dauða.

Vertu meðvitaður um hvað gerist þegar þú hringir í 112 og athugaðu vel eftirfarandi:

 • Neyðarvörður svarar þér - Vertu viðbúinn að svara spurningum.
  • Hvar er atburðurinn?
  • Hvað gerðist?
  • Hvenær?
  • Hver ert þú?
 • Ekki slíta samtalinu! – Neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafi borist frá þér.
 • Hvað varðar hvenær á að hringja þá má segja að regla sé að ef í vafa hringdu í 112.

 

Öll símtöl til 112 eru tekin upp

 

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is