Gildi og framtíðarsýn

 

Hjálpsemi

 

Viðbragðsflýtir

 

Fagmennska

  •  Hjálpsemi felur í sér alla þá mögulegu aðstoð (þjónustu) sem hægt er að veita viðskiptavinum fyrirtækisins.
  • Í þessu felst þolinmæði og frumkvæði.
  • Í hjálpsemi felst einnig samstarf og aðstoð við vinnufélaga og samstarfsaðila.
    
  • Viðbragðsflýtir felur í sér hröð og örugg viðbrögð gagnvart samstarfsaðilum, vinnufélögum og viðskiptavinum.
   
  •  Fagmennska felur í sér fagleg vinnubrögð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinnufélögum.
  • Fagleg vinnubrögð byggja á að farið sé eftir starfsáætlunum og settum ferlum.
  • Í fagmennsku felast gæði sem öllum starfsfólki ber að halda í heiðri við vinnu sína.

 

Framtíðarsýn Neyðarlínunnar

 

Vera leiðandi í neyðar- og öryggisþjónustu og standast samanburð við það sem best gerist

 

Neyðarlína er leiðandi fyrirtæki á sviði neyðar- og öryggisþjónustu. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að hafa á að skipa hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki jafnframt sem fyrirtækið notast við og byggir upp besta tæknibúnað og innviði sem völ er á hverju sinni. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að skara framúr og vera viðmið annarra fyrirtækja á þessu sviði.

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is