Læknavaktin

Vegna eðlis Neyðarlínunnar eru margir sem hringja inn bæði vegna almennra veikinda, vegna þess að ekki næst í eigin heimilislækni og svo vegna neyðar.

Eitt af hlutverkum neyðarvarða er að greina þarna á milli.

Ef innhringing er vegna neyðar ber að viðhafa feril skv. EMD kortum og svo boðun viðbragðsaðila sem við á.

Utan dagtíma virkra daga

Hjá Læknavaktinni við Smáratorg er móttaka sjúklinga vegna almennra veikinda frá kl.17:00 á virkum dögum til 23:30. Símaþjónusta er í gegnum símanúmerið 1770 frá kl.17:00 á virkum dögum til 08:00 að morgni. Frá föstudagskvöldi kl.17:00 til mánudagsmorguns kl.08:00 er samfelld þjónusta. Þetta á einnig við með rauða daga utan helga, þ.e full þjónusta.

Við innhringingu á síma 1770 tekur við talvél á skiptiborði sem raðar innhringingum upp eftir röð innhringjenda. Fyrst svarar starfsmaður Læknavaktar sem tekur niður aðstoðarbeiðni innhringjanda og ef hann telur ástæðu til tengir símtalið áfram til vakthafandi hjúkrunarfræðings. Á Læknavaktinni eru starfandi 1-3 læknar sem fara í vitjanir eftir þörfum og skipulagningu eftir álagi. Einhver bið getur verið eftir lækni og fer það eftir álagi.

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is