Landhelgisgæsla Íslands

Berist neyðarbeiðnir af sjó til 112 er þeim beint til Vaktstöðvar siglinga sem annast móttöku og miðlun tilkynninga um óhöpp á sjó. Hjá Vaktstöð siglinga starfar fólk með sérþekkingu á skipulagi leitar og björgunar á sjó. Faglegur stjórnandi Vaktstöðvar Siglinga, VSS er Landhelgisgæslan.

Þyrla er kölluð út þegar

    • Vettvangur er ekki aðgengilegur öðrum farartækjum.
    • Timasparnaður, þyrlan er talin fljótvirkari en önnur farartæki s.s. sjúkrabílar eða flugvélar.
    • Alvarleg slys með alvarlegum einkennum, svo sem meðvitundarleysi og annað sem fellur innan F-1 forgangs hjá Neyðarlínunni.
    • Þörf sé á vettvangi fyrir mannskap með sérstaka þjálfun eða útbúnað; s.s. lækni með sérþjálfun í bráðameðferð, slökkviliðsmenn með þjálfun og klippur til að opna bílflök.

Þyrlu kallar enginn út nema nema skilgreindar neyðarsveitir, lögregla, staðarlæknir og neyðarvörður Neyðarlínunnar sem telur það nauðsynlegt skv. ofangreindu.

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is