Reglugerð

Bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Halanum

Reglugerð um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Halanum.

                                               1. gr.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 719,27. september 2001 um bann við vieðum með fiskibotnvörpu á Vestfjararmiðum án smáfiskaskilju eru allar veiðar með fiskibotnvörpu nema síldveiðar sbr. 2.gr. reglugerðar nr. 867,26. september 2005, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, bannaðar á eftirgreindu svæði.

  1.  66°53´00N   -   24°35´00V

  2.  66°53´00N   -   24°23´50V

  3.  66°50´50N   -   24°23´00V

  4.  66°48´60N   -   24°32´00V

  5.  66°43´00N   -   24°38´00V

  6.  66°34´50N   -   24°55´60V

  7.  66°34´50N   -   25°02´00V

  8.  66°40´00N   -   24°48´00V

  9.  66°43´00N   -   24°47´00V

10.  66°52´00N   -   24°41´00V

                                                2. gr.

Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79,26 maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

                                                3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79,26.maí 1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 28. óktober 2005 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is