Samvinna var lykilorðið á þjóðfundi

112 dagurinn í Björgunarmiðtöðinni Skógarhlíð 2011

 

Fjölmennur þjóðfundur um neyðar- og öryggisþjónustu, sem haldinn var í tilefni af 112-deginum, kallar eindregið eftir aukinni samvinnu og samhæfingu aðila. Þetta kom skýrt fram þegar frumniðurstöður fundarins voru kynntar við dagskrá í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð á 112-daginn, 11. febrúar. 


 _MG_5147


Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lásu upp samantekt af niðurstöðum fundarins og ávörpuðu gesti.Þátttakendur í þjóðfundinum fá vinnugögn fundarins afhent til frekari úrvinnslu á eigin starfsvettvangi en 112 mun einnig vinna úr niðurstöðunum og kynna þær á næstunni.

 _MG_5073


Fjöldi fólks var við dagskrána í Björgunarmiðstöðinni á 112-deginum. 


_MG_5076


Lögreglukór Reykjavíkur söng fyrir gesti og Íris Guðmundsdóttir, söngkona og fulltrúi í þjónustuveri, lauk dagskránni með fallegum söng við undirleik Stefáns Birkissonar.


_MG_5218 

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri afhenti hópi barna verðlaun fyrir þátttökuna í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra veitti skyndihjálparmanni Rauða krossins 2010 viðurkenningu og neyðarvörður 112 fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi frammistöðu í starfi á síðasta ári.Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica