Ármann Gestsson er neyðarvörður ársins

112 dagurinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð 2011

 

Ármann Gestsson aðstoðarvarðstjóri 112 er neyðarvörður ársins 2010. Valið var kunngjört á 112-daginn og afhenti Dagný Halldórsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Ármanni viðurkenningu við athöfn í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.


_MG_5203 


Fram kom í máli Dagnýjar að Ármann er einkar vel liðinn af samstarfsfólki sínu. Hann fylgir því vel eftir að farið sé að verklagi og settum reglum. Ármann er skipulagður og góður stjórnandi sem stjórnar af röggsemi og yfirvegun en í starfi hans eru gerðar miklar kröfur til slíkra þátta.

 

Ármann er þriðji neyðarvörðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu og er afhending hennar orðin meðal fastra liða í dagskrá sem jafnan er efnt til í Björgunarmiðstöðinni á 112-daginn.

 Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica