Eineltis- og viðbragðsáætlun

 

Stefna Neyðarlínunnar í eineltismálum er eftirfarandi:

•  Innan vébanda Neyðarlínunnar er hvorki einelti, áreitni né ofbeldi gegn
   starfsmönnum liðið. Neyðarlínan ber ábyrgð á að upplýsa og fræða starfsfólk
   sitt um orsakir og afleiðingar eineltis, áreitni og vanlíðunar og þær reglur
   sem um það gilda.
•  Allt starfsfólk Neyðarlínunnar á rétt á því að komið sé fram við það af
   virðingu og kurteisi, í samræmi við siðareglur fyrirtækisins. Það á að vera
   öruggt á sínum vinnustað og á ekki að þurfa að þola áreitni, einelti eða
   ofbeldi af neinu tagi.
•  Allir starfsmenn eru skyldugir til að leggja sitt af mörkum við að
   fyrirbyggja einelti. Þeim ber einnig að reyna að leysa ágreining og vandamál
   sem koma upp í samskiptum.
•  Neyðarlínan leggur áherslu á forvarnir og fræðslu á vinnustaðnum til að
   reyna að skapa þannig aðstæður að þær komi í veg fyrir ótilhlýðilega hegðun
   og einelti.

 

 Misnotkun valds/ofstjórnun


•  Óréttmæt starfstengd gagnrýni.
•  Útilokun, einangrun, skeytingarleysi og þöggun.
•  Baktal og niðrandi ummæli.
•  Ofsóknir og hótanir í garð starfsmanns.
•  Að meðvitað sé komið í veg fyrir að starfsmaður geti sinnt verkefnum sínum.

 

Einelti getur birst í fleiri myndum, svo sem líkamlegu og andlegu ofbeldi og að starfsmaður fái ekki stöðuhækkun eða starfsþjálfun o.fl.

 

Markmið eineltisáætlunar

•  Að starfsfólk Neyðarlínunnar sé öruggt í sínu umhverfi og líði vel í vinnu sinni hjá fyrirtækinu.
•  Að starfsfólk gæti þess í hvívetna að fara eftir siðareglum og jafnréttisstefnu fyrirtækisins.
•  Að starfsfólk sé meðvitað og upplýst um hvaða hegðun er óviðunandi á vinnustaðnum.
•  Að draga úr hættu á því að þær aðstæður skapist sem geti leitt til ótilhlýðilegrar háttsemi eða eineltis.
•  Að starfsfólk þekki boðleiðir, sé meðvitað um hver málsmeðferð er við slíkar
   kringumstæður og geti þar af leiðandi brugðist rétt við.

 

Skyldur starfsmanna

a. Starfsmaður sem er óánægður með ummæli sem falla um hann skal fyrst ræða
    við þann sem lét þau falla og segja honum frá því að hann óski eftir því að
    það gerist ekki á ný.
b. Starfsmaður sem orðið hefur fyrir eða hefur vitneskju um einelti, áreitni,
    ofbeldi eða
c. Telji starfsmaður sig verða fyrir einelti, skal hann leita til læknis til að fá staðfestingu á líðan sinni, ef það á við.
d. Starfsmanni er ráðlagt að halda dagbók yfir vanlíðan sína og ástæður hennar.
e. Einnig er gott að halda saman upplýsingum, gögnum eða skjölum sem geta staðfest ofbeldið eða eineltið.
f.  Sé um ofbeldi, nauðgun, hótanir eða líkamsmeiðingar að ræða, er mikilvægt að kæra slíkt til lögreglu sem fyrst.

 

Viðbragðsáætlun Neyðarlínunnar

a. Öll mál skulu könnuð og ræða þarf við þolendur og gerendur eins fljótt og mögulegt er.
    Tilkynnandi máls skal upplýstur um stöðu málsins á tveggja vikna fresti.
b. Yfirmanni ber skylda til að bregðast fljótt við öllum kvörtunum um áreitni,
    einelti eða ofbeldi. Vinna þarf mál hratt og flýta allri meðferð eins og hægt er.
c. Gefa skal þolendum og gerendum tækifæri til að tjá sig um málið áður en gripið er til ráðstafana.
d. Tryggja þarf að hlutleysis sé gætt við meðhöndlun viðkvæmra mála.
e. Yfirmönnum viðeigandi starfsmanna verður gert viðvart nema ljóst sé að þeim sé kunnugt um atburðinn.
f.  Ef atvikið varðar alvarlegt ofbeldi skal það kært til lögreglu en þó alltaf með samþykki þolanda.
g. Leita ber sátta eftir föngum og reyna að leysa vandann innan fyrirtækisins áður en gripið er til annarra úrræða.
h. Ef ekki er unnt að vinna á vandanum innan fyrirtækisins mun óháður aðili verða fenginn til að meta aðstæður
    og hlutast til um úrlausn.
i.  Leiðbeina skal starfsmanni um sálfræðiþjónustu ef hann þarf á því að halda.
j.  Alvarleg og endurtekin áreitni og einelti geta varðað áminningu eða brottvikningu úr starfi.

 

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is