Gæðastefna

Tilgangur gæðastefnu Neyðarlínunnar er að tryggja að gæði þjónustu séu í samræmi við lögbundið hlutverk fyrirtækisins, væntingar samstarfsaðila og viðskiptavina.

Stefna þessi tekur til allra þeirra sem starfa hjá Neyðarlínunni eða eru samningsbundnir við Neyðarlínuna.

 

Markmið

Það er markmið Neyðarlínunnar að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Það er því stefna Neyðarlínunnar að:

  •  tryggja að fyrirtækið skili umsaminni þjónustu á umsömdum tíma.
  • beita aðferðum gæðastjórnunar, þar sem allt starfsfólk tekur virkan þátt í að vinna að stöðugum endurbótum.

 

Leiðir að markmiðum

  • Gæta hagkvæmni í starfsemi m.a. með tillti til stefnu um samfélagslega ábyrgð Neyðarlínunnar.
  • Fylgja og hlýta samningum og opinberum kröfum sem gerðar eru til reksturs fyrirtækisins hverju sinni.
  • Stjórnendur og starfsfólk Neyðarlínunnar fylgi skipulagshandbók og öllum öðrum fyrirmælum fyrirtækisins.
  • Öll starfsemi taki mið af ISO 9001:2008 gæðastaðlinum.

 

Ábyrgð

Gæðastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með vísan til viðeigandi staðla og vinnuferla.

Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að fylgt sé þeim vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunar.

Viðskiptavinir, verktakar og birgjar bera ábyrgð á að fylgt sé samningsbundnum vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.

Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að tilkynna frávik og galla sem varða þjónustu við viðskiptavini.

 

 jafnlaunavottun4

 

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is