Markmið og árangursmælingar

Endurskoðun á stefnumótun Neyðarlínunnar fór fram árin 2014-2015 og aftur í lok árs 2018 og upphafi ársins 2019. Eldri markmið fyrirtækisins og grunnstoðir þess sem fram komu í stefnumótun Neyðarlínunnar frá 2006 voru endurskoðuð við þetta tækifæri.

Niðurstöður endurskoðunarinnar voru að markmiðssetning og árangursmælingar á starfsemi Neyðarlínunnar yrðu áfram byggðar á grunnstoðunum frá þessum tíma, enda væru gildin sem í þeim voru skilgreind enn í fullu gildi. Umræddar árangursmælingar eiga að stuðla að fyrsta flokks þjónustu fyrir viðskiptavini, viðhalda trausti almennings á starfseminni og efla það enn frekar. Loks eiga þær að tryggja skilvirkni í innra starfi Neyðarlínunnar.

Auk þess hefur félagið sett sér markmið um að auka starfsánægju starfsmanna og bæta þjálfun þeirra. Félagið hefur einnig að markmiði að eiga góð og skilvirk samskipti við aðra viðbragðsaðila. Unnið er að fjölmörgum öðrum þáttum innan félagsins sem tengjast þjónustu, starfsánægju, þjálfun, endurmenntun, skilvirkni, ferlun og ímynd sem ekki eru mældir sérstaklega heldur falla inn í reglubunda starfsemi. Má þar nefna reglubundna starfsmannafundi, starfsmannaviðtöl og nýliðafræðslu. Þá er viðhorfskönnun og starfsánægjukönnun gerð árlega á meðal starfsmanna.

 

Markmið fyrirtæksins eru eftirfarandi:

 

 

Í töflu 5.1. má sjá síðustu mælingar og viðmið fyrir ofangreind markmið í rekstri félagsins.

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is