Umhverfisstefna Neyðarlínunnar

 

Umhverfisstefnan tekur til heildarstarfsemi Neyðarlínunnar þ.m.t. innkaupa, orkunotkunar, vinnuumhverfis starfsmanna og meðferðar efna og auðlinda. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn. Allir starfsmenn Neyðarlínunnar og samningsbundnir aðilar bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu. Gæðastjóri hefur það hlutverk að minna á umhverfisstefnuna og aðstoða og hvetja aðra starfsmenn til að framfylgja henni. Frávik frá stefnunni skal tilkynna gæðastjóra.

 

Markmið umhverfisstefnunnar eru:

• að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi Neyðarlínunnar.
• að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál.
að tryggja starfsmönnum heilbrigð og örugg starfsskilyrði og hvetja til vistvænna ferðamáta
  (sjá viðauki VII).

 

Leiðir að markmiðum í umhverfismálum:

• að fylgjast með lögum og reglugerðum sem varða umhverfismál.
• að unnið sé samkvæmt áætlun um vistvæn fjarskipti (sjá viðauka VIII).
• að við innkaup sé leitast við að velja vörur sem eru merktar viðurkenndum umhverfismerkjum
  og forðast vörur sem innihalda skaðleg efni.

• að flokka rusl sé hluti af daglegum störfum.
• að dregið sé markvisst úr pappírsnotkun samkvæmt áætlun þar að lútandi.
• að við endurnýjun á bílaflota séu valdar vistvænar útfærslur á bifreiðum þar sem því er
  viðkomið.

•  að starfsmenn séu hvattir til vistvæns ferðamáta og styrktir til hjólreiða og eða ferða
   með almenningssamgöngum (sjá viðauka VII).

 

 

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is