Verkefni - Vaktstöð siglinga

 

Markmið og hlutverk.

Vaktstöð siglinga hefur að markmiði að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og efla varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Til að ná þessu markmiði veitir Vaktstöð siglinga skipum sem sigla um íslenska efnahagslögsögu m.a. eftirfarandi öryggisþjónustu.

 
a) Vöktun og eftirlit sjálfviks tilkynningakerfis skipa STK  þ.m.t
     sjálfvirks alþjóðlegs auðkenningakerfis skipa AIS.
b)  Móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum sem flytja
     hættulegan og/eða mengandi varning.
c)  Móttöku og miðlun neyðarkalla til viðeigandi aðila auk
     tilkynninga um óhöpp eða slys á sjó.
d)  Móttöku og miðlun tilkynninga frá farþegaskipum vegna
     talningar og skráningar farþega.
e)  Vöktun alþjóðlegs neyðar- og öryggisfjarskiptakerfis skipa
     (GMDSS) og ritstjórn fyrir þjónustu alþjóðlegs viðvörunarkerfis
     skipa (NAVTEX).
f)  Skráningu skipa sem falla undir hafnarríkseftirlit.
g)  Móttöku tilkynninga og miðlun upplýsinga um bilanir í vitakerfinu
     og farartálma á sjó.
h)  Samskipti við hafnir sem Siglingastofnun Íslands hefur útnefnt
     sem neyðarhafnir.
i)  Gegnir hlutverki tengiliðar vegna siglingaverndar (Contact Point)
     samkvæmt ISPS-koðanum
j)  Almenn fjarskiptaþjónusta
k)  Önnur verkefni í þágu þriðja aðila sem Siglingastofnun Íslands
     heimilar.
l)  Önnur verkefni sem samgönguráðherra telur í þágu
     almannaheilla

 
 
Ef tilkynning berst ekki frá skipum á reglulegum tíma eða ef Vaktstöð siglinga berast upplýsingar sem gefa tilefni til að ætla að ástæða sé til efirgrennslunar, leitar eða björgunar skips í íslenskri efnahagslögsögu gerir hún þegar nauðsynlegar ráðstafanir og hefur um þær samráð við alla þá er aðstoð geta veitt við eftirgrennslan, leit eða björgun.

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is