Upplýsingamiðlun

Stöðugt er unnið að því að kynna starfsemi 112 enda er mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir eðli þjónustunnar og kunni að nota hana rétt. Mikill fjöldi gesta kemur ár hvert í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð að kynna sér starfsemi 112. Um er að ræða hópa á ýmsum aldri, allt frá leikskólabörnum til ellilífeyrisþega. Ýmsir faghópar koma reglulega til að kynnast starfseminni.
Sérstakt átak hefur verið gert til að kynna þjónustu 112 í barnaverndarmálum. Gefin voru út plaköt sem dreift hefur verið víða um land og birtar fréttir og auglýsingar í blöðum. Lögð er áhersla á þennan þátt í samvinnu 112 og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í árlegu eldvarnaátaki í nóvember og desember. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn heimsækja þá nemendur í þriðja bekk allra grunnskóla landsins og kynna meðal annars neyðarnúmerið.
Þegar 112 hóf rekstur Vaktstöðvar siglinga var hafist handa við að kynna þjónustu hennar fyrir markhópum, meðal annars með birtingu auglýsinga í skipaskrám og á vefnum. Einnig voru framleiddir límmiðar sem dreift hefur verið í skip.

 

Logo 112dagurinn

 

112 dagurinn er árlegur viðburður og beri ævinlega upp á 11. febrúar.  Á þessum degi eða í grennd við hann er ævinlega sett saman dagskrá til að minna á 112 númerið, þess fjölmörgu not, og svo ekki síst að það er eina númerið sem við þurfum að kunna á ferðalögum um alla Evrópu.

 

 jafnlaunavottun4

 

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is