Fréttir frá Vaktstöð siglinga
Mynd081

Viðgerðarferð á Hellisheiði eystri

19.2.2009

Í síðustu viku bilaði annað loftnet á VHF fjarskiptabúnað Vaktstöð Siglinga á Hellisheiði eystri.

Vegna staðsetningar er ekki auðvelt að komast að þessum búnaði á þessum árstíma, þess vegna

Var leitað til Björgunarfélagsins Vopna á Vopnafirði um aðstoð við að komast upp að stöðinni.

S.l. mánudag fóru nokkrir björgunarsveitarmenn til að kanna aðstæður og voru þessar myndir þá teknar.

Mynd081

Björgunarsveitarmenn skoða aðstæður mánudaginn 16. febrúar

Mynd082

Eins og sjá má er mikill ís í möstrunum

Síðan var það á miðvikudag að viðgerðarmenn ásamt björgunarsveitarmönnum fóru á staðinn og

skiptu um loftnetið sem var bilað, það var undravert hversu mikill munur var á aðstæðum aðeins á

þessum tveim dögum eins og seinni myndirnar gefa til kynna, m.a. allur ís farinn úr möstrunum.

IMG_8650 

Viðgerð lokið 18. febrúar

IMG_8651

 

Einnig er hægt að skoða fleiri myndir á http://vopnafjordur.123.is/album/default.aspx?aid=136191Senda grein


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica