Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

Verkefni almannavarnadeildar snúast um undirbúning almannavarnakerfisins og almennings til að bregðast við náttúruvá, slysum, eða atburðum sem geta ógnað almannaheill og viðbrögðum almannavarnadeildar við þeim atburðum.

Undirbúningur almannavarnakerfisins er greindur í fimm flokka.

Áhættugreining greinir þá hættu sem fyrir hendi er og hvaða tjóni hún getur valdið.

Forvarnir fræða og leiðbeina almenningi, fyrirtækjum og stofnunum, hvernig bregðast eigi við vá eða hvernig megi hugsanlega verjast henni.

Samhæfing skipuleggur viðbrögð og samvinnu þeirra sem bregðast við þegar almannavarnaástand skapast. Almannavarnadeildin er í alþjóðlegri samvinnu um skipulagningu á samvinnu og gagnkvæmri aðstoð á neyðartímum og þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Aðgerðir taka á innra skipulagi almannavarnadeildar þegar bregðast þarf við neyðarástandi.

Vefur Almannavarna

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is