Barnaverndarnefndir

Barnaverndarnefndir eru alls staðar á landinu.

Langflestar þeirra hafa sérhæft starfsfólk í sinni þjónustu sem hafa umboð til að taka við tilkynningum og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru í framhaldi af því.

Markmið barnaverndar er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Samkvæmt barnaverndarlögum er barn einstaklingur yngri en 18. ára.

Yfirlit yfir barnaverndarnefnir landsins.


Tilkynningarskyldan

"Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.

Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1. mgr.

Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta"
Barnaverndarlög nr. 80/2002 17. gr.
 
Tilkynningar til barnaverndarnefnda koma því ýmist frá fagfólki sem hefur fengið vitneskju um aðstæður barns gegnum starf sitt, ættingjum, nágrönnum eða öðrum. Börnin geta sjálf haft samband við barnaverndarnefnd og tilkynnt um sínar aðstæður og nokkuð algengt er að foreldrar leiti til barnaverndarnefndar til að fá hjálp með barnið sitt. 
  
Tilkynningarskyldan gildir einnig um þungaðar konur sem stofna heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni , t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu. 
Barnaverndarlög nr. 80/2002 3.mgr. 21. gr 
  
Vert er að leggja áherslu á að tilkynna ber um grun og að sá sem tilkynnir þarf ekki og á ekki að hefja sjálfstæða rannsókn. 
  
  
Hlutverk 112

Hlutverk neyðarvarða er að taka við tilkynningum til barnaverndarnefnda í samræmi við umboð og verklag sem hver nefnd hefur gefið.

 

 

Vefur Barnaverndarstofu

Barnaverndarlög no 80 -2002

Barnalög no 76 - 2003

Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd no 56 - 2004

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is