Nánar um fyrirkomulag boðunartilkynninga

Miðvikudaginn 24. maí kl. 13 framkvæmdu lögreglustjórinn á Austurlandi og Neyðarlínan, í samstarfi við Fjarðabyggð og Almannavarnir, prófun í boðun rýmingar með SMS skilaboðum. Tilgangur hennar var að leita upplýsinga um það hvers vegna SMS skilaboð bárust ekki í alla síma sem staðsettir eru á því svæði sem þau voru send á, líkt og gerðist í snjóflóðunum í Neskaupstað í mars síðastliðnum. Ekki var tekið á móti tilkynningum fyrr en að eftir að prófun lauk, eða kl.13.30.

Æfingin fer þannig fram að SMS skilaboð verða send á þéttbýliskjarnann/bæinn Neskaupstað. Í skilaboðunum segir skýrt að um æfingu almannavarnaboða sé að ræða.

Þess er vinsamlegast óskað í framhaldinu að allir þeir sem staðsettir eru í Neskaupstað á þeim tíma sem skilaboðin eru send og fá þau ekki í farsíma sína, á tímabilinu frá kl. 13:00 til 13:30 þennan dag, tilkynni það rafrænt með því að svara eftirfarandi spurningum hér fyrir neðan:

- Hver er staðsetning þín milli kl.13-13.30

- símanúmer þitt

- símafyrirtæki

Með góðum viðbrögðum samanber ofangreint, gefst tækifæri á að bæta bæði fjarskiptakerfi landsins og viðbragðskerfi almannavarna. Það er því afskaplega mikilvægt að þátttaka verði góð og biðlað til allra þeirra sem verða í Neskaupstað á þessum tíma að bregðast vel við.