Ráðgjöf og stuðningur vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis er á bráðamóttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þar er alltaf opið og það kostar ekkert að fara þangað. Ef þú hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mikilvægt að koma sem fyrst.

Á Neyðarmóttökunni vinna hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og læknar sem geta hjálpað. Þar er líka hægt að fá aðstoð lögmanns eða réttargæslumanns ef þú vilt kæra til lögreglu. Þú getur fengið tungumálatúlkun og táknmálstúlkun ef þú þarft.

Sími Landspítalans er 543 1000. Það er líka hægt að senda þeim tölvupóst eða hafa samband gegnum netspjall á vefsíðu spítalans.

Neyðarmóttakan er opin öllum, allan sólarhringinn.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

  Lögreglan

  Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

  Bjarkarhlíð

  Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

  Bjarmahlíð á Akureyri

  Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.