Ofbeldismál í forgangi

Þú getur talað við lögregluna ef einhver hefur ráðist á þig, meitt þig eða gert eitthvað við þig sem þú vildir ekki. Ofbeldi í nánum samböndum er í forgangi hjá lögreglu. Hægt er að hringja eða senda sms í 112 eða fara á næstu lögreglustöð.

Það er einnig hægt að tala við lögregluþjón í Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri. Það getur oft verið þægilegra. Þar er engin pressa er á ákæru. Allt er tekið á þínum forsendum.

Neyðarverðir koma þér í samband við lögreglu ef þér vantar aðstoð vegna ofbeldis.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

  Bjarkarhlíð

  Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

  Bjarmahlíð á Akureyri

  Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Öll aðstoð er á þínum forsendum.

  Neyðarmóttakan

  Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.