Öll börn eiga að lifa í góðum aðstæðum

Barnaverndarnefndir sjá um að öll börn búi í viðunandi aðstæðum. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að tilkynna það til barnaverndarnefndar eða 112. Allir undir 18 ára teljast börn.

Það á að tilkynna allt sem getur verið hættulegt andlegri eða líkamlegri heilsu og þroska barns. Það getur verið vanræksla, vanhæfni eða framkoma foreldra gagnvart barni. Það getur líka verið áreitni eða ofbeldi annarra gagnvart barni. Börn geta líka haft samband sjálf.

Þú getur tilkynnt til barnaverndarnefnda með því að hringja í 112 eða nota netspjall 112. Einnig er hægt er að hringja í þá barnaverndarnefnd þar sem barn býr. Ef barnið býr í Reykjavík er hægt að hringja í Barnavernd Reykjavíkur í síma 411 9200 alla virka daga frá klukkan 8:20-16:15 eða senda tilkynningu á vefsíðu þeirra. Þú þarft að segja til nafns þegar þú tilkynnir en getur alltaf óskað eftir nafnleynd.

Barnavernd sér um að öll börn lifi í viðunandi aðstæðum. Tilkynntu brot til 112.

Reynslusaga Sóleyjar

Ofbeldi á heimilinu hefur alvarlegar afleiðingar fyrir börn þótt þau verði ekki fyrir ofbeldinu sjálf. Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við ofbeldi af hendi pabba síns. Hún hefur nú flutt á annað heimili með mömmu sinni og bróður þar sem þau lifa nýju lífi í öryggi.

Önnur úrræði

Skoða öll úrræði

  1717

  1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern.

  Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

  Barnaheill

  Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

  Lögreglan

  Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.