Beint í efni

Hefur þú orðið fyrir ofbeldi?

Sigurhæðir bjóða samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.

Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði. Markþjálfun, sem er aðstoð við að setja sér markmið í námi og starfi er einnig aðgengileg og loks fræðsla um eðli og afleiðingar ofbeldis.

Konur búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra geta komið, hringt og pantað viðtöl til að fá stuðning, ráðgjöf og upplýsingar.

Öll þjónusta er endurgjaldslaus.

Sigurhæðir eru á Skólavöllum 1 á Selfossi. Gengið inn frá Bankavegi á móts við Sundhöll Selfoss. Þar er opið á mánudögum frá 16–21, miðvikudögum frá 15-19 og föstudögum frá 10-17. Hægt er að bóka viðtal gegnum vefsíðuna þeirra eða hringja í síma 834 5566. Þú getur líka sent tölvupóst á sigur@sigurhaedir.is.

Sigurhæðir þjónusta þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarfið í Reykjavík

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.