Hlutverk, gildi og framtíðarsýn


Hlutverk Neyðarlínunnar er og hefur verið að efla öryggi og velferð á Íslandi og verður það áfram. Hlutverkið er skilgreint með eftirfarandi hætti:

 

 kassi1

 

Neyðarlínan hefur ennfremur lagt áherslu á að vera leiðandi í neyðar- og öryggisþjónustu og standast samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Framtíðarsýn Neyðarlínunar er:

 kassi2

 


Gildi fyrirtækisins hafa reynst vel að mati stjórnenda og starfsfólks og hafa endurspeglað vel menningu og verklag. Þessi niðurstaða var staðfest í þessari stefnumótunarvinnu. Það er því ekki talin ástæða til að endurskoða gildin í þessari umferð enda falla þau vel að innihaldi þeirra nýju stefna sem á að innleiða.

Gildin eru eftirfarandi:

 

Hjálpsemi

 

Viðbragðsflýtir

 

Fagmennska

  •  Hjálpsemi felur í sér alla þá mögulegu aðstoð (þjónustu) sem hægt er að veita viðskiptavinum fyrirtækisins.
  • Í þessu felst þolinmæði og frumkvæði.
  • Í hjálpsemi felst einnig samstarf og aðstoð við vinnufélaga og samstarfsaðila.
    
  • Viðbragðsflýtir felur í sér hröð og örugg viðbrögð gagnvart samstarfsaðilum, vinnufélögum og viðskiptavinum.
   
  •  Fagmennska felur í sér fagleg vinnubrögð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsaðilum og vinnufélögum.
  • Fagleg vinnubrögð byggja á að farið sé eftir starfsáætlunum og settum ferlum.
  • Í fagmennsku felast gæði sem öllum starfsfólki ber að halda í heiðri við vinnu sína.

 

 

 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is