Brottnám líffæra á oftast við um nýru, lifur og hjörtu. Þessi líffæri eru síðan seld efnameiri sjúklingum í gegnum net skipulagðrar brotastarfsemi.
Erfiðar og flóknar aðstæður geta leitt til brottnáms líffæra. Hlúð að veikri manneskju og gerður uppskurður, hvort sem er þörf á eða ekki og líffæri fjarlægt án hennar vitundar. Manneskja getur líka hafa samþykkt að selja líffæri en fær síðan greitt minna eða ekkert eftir að aðgerðin hefur verið framkvæmd.