Rauði krossinn - um allt land - alltaf

Innanlandsstarf Rauða krossins fer fram bæði í deildum, frá aðalstöðvunum í Efstaleiti í Reykjavík og í ýmsum stofnunum sem komið hefur verið á fót til að sinna þörfum sérstakra hópa.

Ungmennahreyfingin er vettvangur ungs fólks til að vinna að framgangi markmiða Rauða krossins, hvort sem er í sjálfboðinni þjónustu við aðhlynningu aldraðra, gróðursetningu eða alþjóðastarf félagsins.

Skyndihjálp er nokkuð sem flestir tengja Rauða krossinum enda eitt af meginviðfangsefnum hreyfingarinnar um heim allan, sem og á Íslandi.

Fjölmörg námskeið eru haldin á vegum Rauða kross Íslands, bæði á vegum aðalskrifstofu og deilda.

Sjúkrabílafloti landsmanna er rekinn af Rauða krossinum, samkvæmt samningi við stjórnvöld.

Vin,Dvöl, Laut og Lækur eru athvörf fyrir geðfatlaða einstaklinga, þar sem þeir geta komið saman, borðað léttan hádegisverð og einbeitt sér að ýmsum hugðarefnum.

Neyðarvarnir: Allar Rauða kross deildir félagsins, sem eru 51 og staðsettar út um allt land, mynda neyðarvarnanet Rauða kross Íslands. Þannig sinnir fjöldinn allur af fjöldahjálparstjórum og stuðningsfólki mikilvægum verkefnum í þágu almannavarna í landinu.  

Rauði kross Íslands - Heimasíða

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is