Gæðastefna

Tilgangur

Tilgangur gæðastefnu Neyðarlínunnar er að tryggja að gæði þjónustu séu í samræmi við væntingar viðskiptavina.

 

Markmið

Það er markmið Neyðarlínunnar að þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina og starfsfólks um fagleg vinnubrögð. Það er því stefna Neyðarlínunnar að:
 
  • tryggja að fyrirtækið skili umsaminni þjónustu á umsömdum tíma
  • beita aðferðum altækrar gæðastjórnunar. Þar sem allt starfsfólk tekur virkan þátt í að vinna stöðugt að endurbótum

 

Nothæfi

Stefna þessi tekur til allra þeirra sem starfa hjá Neyðarlínunni eða samningsbundið fyrir Neyðarlínuna. Allt starfsfólk Neyðarlínunnar og samningsbundnir viðskiptavinir bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu. Þessir aðilar munu njóta stuðnings stjórnar Neyðarlínunnar sem hefur samþykkt þessa stefnu.

 

Takmark

 

  • Gæta hagkvæmni í starfsemi.
  • Fylgja og hlýta opinberum kröfum sem gerðar eru til reksturs fyrirtækisins hverju sinni.
  • Fylgja öllum samningum sem fyrirtækið er aðili að og varða gæðamál á einhvern hátt.
  • Stjórnendur og starfsfólk Neyðarlínunnar fylgi skipulagshandbók Neyðarlínunnar og öllum öðrum fyrirmælum fyrirtækisins.
  • Öll starfsemi fylgi ISO 9001:2008 gæðastaðlinum.
  • Ná faggildri vottun skv. ISO 9001:2008 gæðastaðlinum á árinu 2012 og viðhalda henni eftir það.

 

Ábyrgð

Stjórn Neyðarlínunnar ber ábyrgð á gæðastefnu þessari og endurskoðar hana reglulega.
Gæðastjóri Neyðarlínunnar ber ábyrgð á framkvæmd þessarar gæðastefnu með því að beita viðeigandi stöðlum og vinnuferli.
 
Allt starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að fylgt sé þeim vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnu þessarar. Viðskiptavinir, verktakar og birgjar bera ábyrgð á að fylgt sé samningsbundnum vinnuferlum sem tryggja eiga framkvæmd gæðastefnunnar.
 
Allir starfsfólk Neyðarlínunnar ber ábyrgð á að tilkynna frávik og galla sem varða væntingar viðskiptavina.


 

Endurskoðun

Þessi stefna er endurskoðuð árlega og oftar ef þörf krefur til þess að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Neyðarlínunnar.
 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is