Markmið stefnu um samfélagslega ábyrgð

  • Að fyrirtækið leggi sitt af mörkum til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
  • Samfélagsleg ábyrgð er samþætt stefnu og starfsháttum Neyðarlínunnar.
  • Fjallað er sérstaklega um samfélagsábyrgð í ársskýrslu fyrirtækisins.
  • Fræðsla og kynningar á starfsemi Neyðarlínunnar í skólum, meðal eldra fólks og heilbrigðisstarfsfólks.
  • Að setja upp áætlun um sjálfbær og vistvæn fjarskiptakerfi.
  • Að miðla mikilvægum upplýsingum til viðskiptavina í gegnum samfélagsmiðla.
  • Að setja Neyðarlínunni almenna styrkjastefnu.
  • Að starfsfólk Neyðarlínunnar geti aðstoðað hjálpar- og eða góðgerðarsamtök einn vinnudag á ári.