Hlutverk neyðarvarða er að svara erindum á sem skemmstum tíma, greina þau, boða viðeigandi hjálparlið, veita hringjanda og hjálparliði þjónustu á meðan á útkalli og aðgerðum stendur og loks að gera skýrslu um atvikið.

Þjónustumarkmið 112 eru eftirfarandi:

  • Að símtölum í 112 sé svarað á innan við 8 sekúndum í 90% tilfella
  • Að boðun sjúkrabíla í neyðartilfelli F1/F2 eigi sér stað á innan 90 sekúndum frá upphafi símtals í 90% tilfella.

Niðurstöður 2010

Neyðarverðir afgreiddu 161.887 neyðarsímtöl 2010 sem er um 2.000 símtölum færra en árið 2009.

Heildarfjöldi erinda var 232.331 2010 sem er rúmlega 7.000 erindum færra en árið 2009.

  • 94% símtala var svarað undir 8 sekúndum og meðalsvartími 4,9 sekúndur
  • Boðun í sjúkrabíla í neyðartilfelli F1/F2 var undir 90 sekúndum í 94% tilfella sem er umtalsverð breyting frá fyrra ári til hins betra.

 Flokkar 2010

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is