EINN EINN TVEIR LAGIÐ
Neyðarnúmerið
sem notast allir við
það er aðeins eitt,
ekki hika neitt,
ekkert bis og baks
bara hringja strax.
 
Ef einhver um það spyr þá eru stafirnir:
EINN EINN TVEIR
aðeins þeir
EINN EINN TVEIR
ekkert meir.
 
Neyðarnúmerið
sem notast allir við
ekki einungis við eldsvoða og slys –
er líka vernd og vörn
sem virkar fyrir börn.
 
Ef einhver um það spyr þá eru stafirnir:
EINN EINN TVEIR
einmitt þeir
EINN EINN TVEIR
ekkert meir.
 
Þórarinn Eldjárn
 
 

 jafnlvottun

Neyðarlínan ohf. - Skógarhlíð 14 - 105 Reykjavík - kt. 511095-2559 - sími 570 2000 - fax 570 2001 - neydarlinan(hjá)112.is
Varðstofa 112 - fax varðstofu 570 2031 - tölvupóstur varðstofu vakt112(hjá)112.is