Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Landsstjórn
Landstjórn björgunarsveitana starfar í umboði stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL).

Helsta hlutverk Landstjórnar
Stjórna víðtækum aðgerðum sem björgunarsveitir SL taka þátt í.
Landstjórn fylgist með starfi Svæðisstjórnanna og veitir þeim faglega ráðgjöf.
Yfirumsjón með aðgerðum sem ná yfir fleiri en eitt svæði.

Björgunarmiðstöðin
Við virkjun samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð er það félagar úr Landstjórn björgunarsveitanna sem koma þar inn þegar björgunarsveitir taka þátt í aðgerðum.
Þaðan verður samræmingu aðgerða stjórnað ef um meiriháttar hamfarir eða slys er að ræða.

Svæðisstjórn björgunarsveita
Hlutverk svæðisstjórna
Svæðisstjórn er mynduð af fulltrúum hverrar sveitar á sínu svæði. Rauðu punktarnir að ofan tákna sveitir á svæðinu en blái punkturinn svæðisstjórn á svæðinu.
Landsstjórn skiptir landinu upp í 18 svæði og innan hvers svæðis starfar svæðisstjórn. Í henni starfa fulltrúar landsfélaganna og a.m.k. einn fulltrúi frá hverri sveit. Aldrei skulu þó færri en sex manns skipa svæðisstjórn.
Svæðisstjórnir fara með stjórn leitar- og björgunaraðgerða, sem boðað er til innan svæðisins. Eins ber hverri svæðisstjórn að vinna að leitar- og björgunarskipulagi fyrir sitt svæði og getur í því sambandi leitað aðstoðar og ráðlegginga hjá Landsstjórn.

Svæðaskipting björgunarsveitanna
Landinu er skipt niður í eftirfarandi svæði(umdæmi)

Boðun björgunarsveita
Neyðarverðir 112 boða skv.innri verkferli og eftir beiðni skilgreindra neyðarsveita
Upplýsingar, um hverjir eru í björgunarsveitum, eru í gagngrunni 112. Skrifstofa SL sér um uppfærslu gagnagrunns og tryggir með því réttar upplýsingar. Breytingum á símanúmerum einstakra björgunarsveitamanna, hættum eða byrjuðum björgunarsveitarmönnum ber því að vísa undantekningalaust á skrifstofu SL.

Skipting / eðli boðunar
F-1 RAUÐUR Neyðarboðun
F- 2 GULUR   Almenn boðun
F- 3 GRÆNN Almenn boðun

Félagsleg boðun
Hér er átt við boðun vegna æfinga, funda, prófanna eða annara viðburða sem að björgunarsveitin getur þurft að boða út í. Aðeins stjórn sveitarinnar eða formaður biðja um slíka boðun
Boðun neyðarvarða fer fram með hljóðskilaboðum, SMS eða með úthringingu eftir nánari skilgreiningu.
Meginreglan er sú að almennur borgari boðar aldrei björgunarsveit beint í útkall. Ef að slík ósk berst til neyðarvarða ber að afgreiða slíkt í samráði við lögreglu sem tekur að sér frumrannsókn á málinu og metur þörfina á útkalli.

Tilkynningarskylda íslenskra skipa – Sjóbjörgunarmiðstöð
Í tengslum við Tilkynningaskyldu íslenskra skipa er rekin sjóbjörgunarmiðstöð, MRCC Reykjavík Coastal. Stöðin, sem er í Skógarhlíð 14, vinnur í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem sér um MRCC Reykjavík Oceanic. Saman mynda Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan og Flugmálastjórn svokallaða ” Yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu og við strendur Íslands”.
Björgunarmiðstöðin er mönnuð þeim sem sinna boðunarkalli Neyðarlínunnar 112 en auk þess er Tikynningaskylda sjómanna með mönnun allan sólarhringinn. Flestir starfsmenn sem koma til starfa í björgunarmiðstöðinni hafa mikla reynslu af sjómennsku auk skipstjórnarmenntunar og menntunar og þjálfunar við stjórnun leitaraðgerða á sjó. Eitt af lykilatriðum í rekstri björgunarmiðstöðvarinnar eru tengslin við tilkynningaskylduna en þar eru fyrirliggjandi nákvæmar upplýsingar um staðsetningu og ferðir skipa við landið.
Í tengslum við Tilkynningarskyldu ísl skipa og MRCC er viðbragðshópur sem nefnist ‘Sjóstjórn björgunarsveita.Sá hópur sér um að manna MRCC þegar aðgerðir verða á sjó. Þeir starfa í umboði Landstjórnar björgunarsveitanna og skal hún alltaf látin vita þegar Sjóstjórn er boðuð út. Það má líta á Sjóstjórnina sem einskonar svæðisstjórn en hennar svæði er hafið í kringum landið.

Heimasíða Slysavarnarfélagsins Landsbjarga