Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Neyðarlínunnar

Umhverfisstefnan tekur til heildarstarfsemi Neyðarlínunnar, þ.m.t. innkaupa, orkunotkunar, vinnuumhverfis starfsmanna og meðferðar efna og auðlinda. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn. Allir starfsmenn Neyðarlínunnar og aðilar sem eru samningsbundnir Neyðarlínunni bera ábyrgð á framkvæmd þessarar stefnu.Gæðastjóri hefur það hlutverk að minna á umhverfisstefnuna og aðstoða og hvetja aðra starfsmenn til að framfylgja henni. Frávik frá stefnunni skal tilkynna gæðastjóra.

Markmið umhverfisstefnunnar eru:
•  að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Neyðarlínunnar.

•  að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál.

•  að tryggja starfsmönnum heilbrigð og örugg starfsskilyrði og

•  að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvæna ferðamáta (sjá viðauka VII).

Leiðir að markmiðum í umhverfismálum:
•  Fylgst skal með lögum og reglugerðum sem varða umhverfismál.

•  Unnið skal samkvæmt áætlun um vistvæn fjarskipti (sjá viðauka VIII).

•  Við innkaup skal leitast við að velja vörur sem eru merktar viðurkenndum umhverfismerkjum og forðast vörur sem innihalda skaðleg efni.

•  Flokkun rusls skal vera hluti af daglegum störfum.

•  Draga á markvisst úr pappírsnotkun samkvæmt áætlun þar að lútandi.

•  Við endurnýjun á bílaflota skal velja vistvænar bifreiðar þar sem því verður við komið.

•  Starfsmenn fái styrki frá fyrirtækinu þegar þeir ferðast á umhverfisvænan hátt til og frá vinnu.  Sem dæmi má nefna hjólreiðar og notkun almenningssamgangna (sjá viðauka VII)