Áhættustefna

Áhættustefna Neyðarlínunnar

Áhættustýring, byggð á áhættustefnu fyrir félag líkt og Neyðarlínuna, er ætlað að tryggja að félagið geti sinnt lögbundnum verkefnum þannig að öryggi starfsfólks, viðskiptavina og búnaðar fyrirtæksins sé tryggt. Jafnframt á áhættustýringin að tryggja að fjárhagsleg staða fyrirtækisins haldist traust, svo starfsemin sé sjálfbær til lengri tíma. Telja má eðlilegt að litið sé fyrst og fremst til fjögurra meginþátta þegar áhættustefna Neyðarlínunnar er mörkuð.

Þessir þættir eru: Starfsfólk, viðskiptavinir, búnaður/innviðir og fjárhagsstaða.

Þessir þættir skiptast í annars vegar kjarnaáhættu og hins vegar fjárhagsáhættu félagsins. Markmið áhættustýringar er að auka líkurnar á að starf fyrirtækisins skili viðunandi árangri og draga úr líkum á áföllum og óvissu svo hægt sé að sinna nauðsynlegri grunnþjónustu fyrir samfélagið.
Áhættustefnan er í vinnslu 2019