um neyðarlínuna

Um Neyðarlínuna

Neyðarlínan ohf. var stofnuð í október 1995 og hóf neyðarsímsvörun í 112 1. janúar 1996. Rekstur neyðarnúmersins 112 og tengdrar þjónustu eru enn megin viðfangsefni fyrirtækisins. Auk þess annaðist Neyðarlínan rekstur stjórnstöðvar Securitas frá sama tíma og þar til í október 2008.

Haustið 2006 stofnaði Neyðarlínan (25%) ásamt ríkinu (75%) fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti ehf. sem á og rekur Tetra fjarskiptakerfið.  Tetra er fullkomið fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu, og þjónar nú öllum viðbragðsaðilum um allt land, ásamt aðilum í rekstri innviða, svo sem eins og framleiðslu og dreifingu raforku, vegagerðar og fjarskipta.

Samkvæmt þjónustusamningi við Siglingastofnun Íslands sem undirritaður var 1. júní 2004 tók Neyðarlínan að sér rekstur Vakstövar Siglinga sem áður var tilkynningarskyldan og fjarskiptastöðin í Gufunesi. Þar með er öll öryggisþjónusta við sjófarendur veitt á einum stað.