Beint í efni

Ráðgjöf og hópastarf fyrir þolendur

Drekaslóð er bæði með ráðgjöf og hópastarf fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ráðgjöfin er bæði fyrir fólk sem er að byrja í ráðgjöf í fyrsta sinn og líka fyrir fólk sem hefur fengið ráðgjöf áður. Ef þú hefur orðið fyrir einelti geturðu komið í Drekaslóð. Fyrsta viðtalið kostar ekki neitt en eftir það kostar viðtalið 2000 krónur.

Í húsi Drekaslóða er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. Drekaslóð borga ekki fyrir táknmálstúlkun.

Drekaslóð er í Borgartúni 3 á annarri hæð og síminn er 551 5511 eða 860 3358. Þú getur líka skoðað vefsíðuna þeirra eða sent þeim tölvupóst á drekaslod@drekaslod.is.

Drekaslóð hjálpar öllu fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Þar er tekið vel á móti þér.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði
Hús Aflins á Akureyri

Aflið á Akureyri

Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi