Beint í efni

Þjónusta við innflytjendur

New in Iceland veitir innflytjendum ráðgjöf um allt sem þarf að vita um að búa á Íslandi. Þar fá innflytjendur leiðbeiningar og vandaðar upplýsingar um hvernig er að búa á Íslandi. Þú getur fengið svör um vinnumarkaðinn, heilbrigðiskerfið, menntun, húsnæðismál, heimilisofbeldi, félagsþjónustu, skattamál, fjölskyldumál og margt fleira. Öll þjónusta er ókeypis og er veitt í fullum trúnaði.

Það er lyfta í húsinu en best er að láta vita áður ef þú ert í hjólastól. Þú getur talað við ráðgjafa á English, polski, espanol, português , عربي, lietuvis, русский og íslensku. Fyrir önnur tungumál er hægt að fá túlkun í síma. Það er hægt að biðja um táknmálstúlkun.

Þú getur hringt í síma 456 7555, sent tölvupóst á info@newiniceland.is eða notað netspjallið á vefsíðu þeirra til að spyrja spurninga. Þú getur líka bókað fund á vefsíðunni þeirra, https://newiniceland.is. Það er opið frá 10-15 á virkum dögum og 10-18 á miðvikudögum.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Fjölmenningarsetur

Hjá Fjölmenningarsetrinu geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín.

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.