
New in Iceland
Ef þú hefur nýlega flutt til Íslands eða ert ennþá að aðlagast og ert með einhverjar spurningar geturðu haft samband við ráðgjafarstofuna New in Iceland.

Þjónusta við innflytjendur
New in Iceland veitir innflytjendum ráðgjöf um allt sem þarf að vita um að búa á Íslandi. Þar fá innflytjendur leiðbeiningar og vandaðar upplýsingar um hvernig er að búa á Íslandi. Þú getur fengið svör um vinnumarkaðinn, heilbrigðiskerfið, menntun, húsnæðismál, heimilisofbeldi, félagsþjónustu, skattamál, fjölskyldumál og margt fleira. Öll þjónusta er ókeypis og er veitt í fullum trúnaði.
Það er lyfta í húsinu en best er að láta vita áður ef þú ert í hjólastól. Þú getur talað við ráðgjafa á English, polski, espanol, português , عربي, lietuvis, русский og íslensku. Fyrir önnur tungumál er hægt að fá túlkun í síma. Það er hægt að biðja um táknmálstúlkun.
Þú getur hringt í síma 456 7555, sent tölvupóst á info@newiniceland.is eða notað netspjallið á vefsíðu þeirra til að spyrja spurninga. Þú getur líka bókað fund á vefsíðunni þeirra, https://newiniceland.is. Það er opið frá 10-15 á virkum dögum og 10-18 á miðvikudögum.
Símanúmer
Heimilisfang
Laugarvegur 116, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Láttu vita ef þú ert í hjólastól. Táknmálstúlkun.Tungumál
Íslenska, English, Espanol, lietuviškai, Português, polski, rusų, عربي