
Stop The Traffik: Iceland
Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

Þjónusta fyrir þolendur mansals
Stop The Traffik: Iceland veitir hugsanlegum þolendum mansals ráðgjöf og sinnir fræðslu um mansal á Íslandi. Þar getur þú fengið fræðslu um birtingarmyndir mansals og möguleg úrræði. Starfsfólk Stop the Traffik talar íslensku og ensku og getur haft milligöngu um túlk yfir á fleiri tungumál.
Stop the Traffik: Iceland eru hluti af alþjóðlegum hjálparsamtökum, Stop the Traffik, regnhlífarsamtökum sem vinna gegn hverskyns mansali í heiminum. Stop the Traffik tengja samtök í yfir 50 löndum með yfir 10 þúsund sjálfboðaliða um allan heim.
Tölvupóstur
Aðgengi
Tungumál
Íslenska, enska
Einkenni mansals
Mansal á sér margar og ólíkar birtingarmyndir. Ein helsta leiðin til að vinna gegn mansali er að fræðast um hvernig aðferðir eru notaðar og taka eftir einkennunum í þínu nánasta umhverfi. Hér getur þú skoðað allar birtingarmyndir og einkenni mansals.
