Beint í efni

Þjónusta fyrir þolendur mansals

Stop The Traffik: Iceland veitir hugsanlegum þolendum mansals ráðgjöf og sinnir fræðslu um mansal á Íslandi. Þar getur þú fengið fræðslu um birtingarmyndir mansals og möguleg úrræði. Starfsfólk Stop the Traffik talar íslensku og ensku og getur haft milligöngu um túlk yfir á fleiri tungumál.

Stop the Traffik: Iceland eru hluti af alþjóðlegum hjálparsamtökum, Stop the Traffik, regnhlífarsamtökum sem vinna gegn hverskyns mansali í heiminum. Stop the Traffik tengja samtök í yfir 50 löndum með yfir tíu þúsund sjálfboðaliða um allan heim.

Fleiri úrræði

Skoða öll úrræði

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Fjölmenningarsetur

Hjá Fjölmenningarsetrinu geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín.

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

New in Iceland

Ef þú hefur nýlega flutt til Íslands eða ert ennþá að aðlagast og ert með einhverjar spurningar geturðu haft samband við ráðgjafarstofuna New in Iceland.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.