Neyðarlínan rekur um 100 fjarskiptastaði víða um land þar sem er aðstaða fyrir fjarskiptabúnað. Sú aðstaða fyrir fjarskiptasenda er af ýmsum stærðum og gerðum og er í flestum tilvikum um að ræða hús og við það mastur fyrir loftnet, en á sumum staðanna er aðeins mastur eða staurar.

Aðstaða innanhúss er að jafnaði leigð með aðgangi að rafmagni og loftræstingu í læstu rými. Í mastri er aðstaða leigð án festinga þar sem pláss er.

Gerð er krafa um snyrtilega umgengni og fagmannlegan frágang og ekki er heimilt að gera göt á hús fyrir kapla eða möstur nema í samráði við Neyðarlínu.

Að jafnaði bætast við nokkrir staðir á hverju ári. Jafnframt hefur rekstraröryggi verið bætt á sendastöðum víða um land með uppsetningu varaaflstöðva.

Leiguverð tekur mið af umfangi búnaðar leigutaka, raforkunotkun, skápa- eða hilluplássi inni og fjölda og gerð eða stærð loftneta í mastri. Leiguverð er tengt byggingarvísitölu og breytingum á orkuverði og breytist venjulega árlega.

Nánari upplýsingar um pláss fyrir búnað, staðsetningu og leiguverð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið adstada@112.is