Um Tetra
Tetra talstöðvarkerfið er öflugt miðstýrt hópfjarskiptakerfi sem stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eða einstaklingar geta nýtt sér sem stjórntæki fyrir hröð og örugg samskipti milli einstaklinga og hópa ásamt flotastjórnun eða eftirliti með hjálp ferilvöktunar.
Hver Tetra stöð hefur sitt símanúmer sem hægt er að hringja úr og í innan Tetra kerfisins og einnig yfir í önnur símkerfi innanlands. Tetra stöðvar má einnig nota utan þjónustusvæðis kerfisins í beinu sambandi (DMO) við aðrar Tetra stöðvar með sömu talhópa.
Fjarskipti
Aðgerðahópar
Nýtt sameiginlegt samvinnuband Tetra (Bláa bandið) var sett á fyrir nokkrum árum. Þegar aðgerð er í gangi er hópum úthlutað viðeigandi samvinnubandi. Taflan sýnir hvernig úhlutun fer fram.
Almenningshópar
Notendur í almennri áskrift hafa aðgang að 30 almenningshópum (Tetra 1 – Tetra 30) ásamt því að neyðarboð frá stöðvum berast til 112 ásamt staðsetningu stöðvarinnar á kortaglugga 112, sé stöðin í ferilvöktun.
Sala og þjónusta
Eftirfarandi aðilar selja og þjónusta Tetra-búnað frá Motorola:
- Neyðarlínan, Skógarhlíð 14, sala@tetra.is
- Múlaradíó, Fellsmúla 28, service@mularadio.is
- Ísmar, Síðumúla 28, ismar@ismar.is
- Hiss, Fosshálsi 1, hiss@hiss.is