Nútímaþrælahald
Mansal er stundum kallað nútíma-þrælahald, af því það er án sýnilegra hlekkja. Það er þegar fólk notfærir sér vonir og drauma annarra um betra líf og þvinga fólk þannig til að lifa lífi sem það bað ekki um.
Margir halda að vændi sé eina birtingarmynd mansals og bara kona geti orðið þolandi mansals en það er ekki rétt. Sumir hópar eru viðkvæmari en aðrir, til dæmis fólk á flótta eða í leit að betra lífi. Fólk í neyslu eða þeir sem hafa lítið milli handanna eru líka berskjaldaðir auk þess eru börn og heimilislaus ungmenni líklegri til að verða þolendur mansals.
Hver sem er getur verið gerandi, til dæmis fjölskyldumeðlimur, einhver sem lætur eins og vinur þinn eða jafnvel maki. Þolandi heldur ekki að sé verið að misnota hann og veit því ekki endilega af því að hann sé þolandi mansals. Gerandinn tælir hann til sín til dæmis með ást, umhyggju, athygli eða öryggi. Allt til þess að ná að mynda traust við þolandann.