Mansal

Mansal er þegar einstaklingur misnotar eða hagnýtir aðra manneskju á einhvern hátt til að græða peninga eða fá önnur hlunnindi.

Mansal er alvarlegt brot á mannréttindum

Mansal er glæpastarfsemi þar sem verslað er með manneskjur. Oft eru vonir og draumar fólks um betra líf notfærðar og fólk þvingað til að lifa lífi sem það bað ekki um.

Mansal birtist á marga vegu. Sumir halda að mansal sé bara vændi og að bara konur geti orðið fyrir því en það er ekki rétt. Þolendur mansals koma oft úr viðkvæmum hópum, til dæmis fólk á flótta eða í leit að betra lífi, fátækt fólk, fólk í neyslu, heimilislaus ungmenni og börn.

Það getur verið mansal ef einhver:

  • Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína.
  • Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað.
  • Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður.
  • Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað.
  • Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl.
  • Falsar eða útvegar þér vegabréf.
  • Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna.
  • Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld.
  • Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða heimtar að koma með þér til læknis.
Kona réttir annarri konu hjálparhönd.

Þekktu mansal

Aðferðir þeirra sem stunda mansal eru þekktar. Ef þú þekkir einkenni og aðferðir við mansal, þá eykur þú líkurnar á að uppræta það.

Hvað get ég gert varðandi mansal?

Þú getur komið í veg fyrir hagnýtingu annarrar manneskju ef þú tekur eftir ákveðnum merkjum í þínu nánasta umhverfi. Að hafa samband við 112 er fyrsta skrefið til að vinna gegn mansali.

Birtingarmyndir mansals

Kona í vanda.

Nauðungar­þjónusta

Þegar einhver neyðir aðra manneskju til að vinna störf sem eru ekki hluti af þeirra starfi kallast það nauðungarþjónusta. Það er ein birtingarmynd mansals.

Kona í neyð.

Nauðungar­hjónaband

Ef þú neyðist til að ganga í hjónaband gegn vilja þínum kallast það nauðungahjónaband og er mansal.

Kona.

Kynferðislegt mansal

Kynferðislegt mansal er þegar manneskja hagnast á að selja aðgang að líkama annarrar manneskju.

Maður situr uppgefinn á gólfinu. Hugsunarblaðra sýnir að rafhlaðan hans er tóm.

Vinnumansal

Vinnumansal er þegar vinnuveitandi hagnast á vinnuframlagi annarar manneskju.

Kona horfir niðurlút á skálar af mat.

Þvinguð afbrot

Þegar einhver þvingar þig til að brjóta lög til að hagnast á því sjálfur, þá er það mansal.

Maður með útrétta hendi.

Þvingað betl

Þvingað betl er þegar einhver neyðir aðra manneskju til að biðja um pening á almannafæri í eigin þágu.

Hugsandi manneskja.

Fleiri tegundir mansals

Mansal getur einnig birst sem barnahernaður eða þvingað brottnám líffæra.

Neyðarvörður er hlutlaus aðili sem aðstoðar þig ef þú hefur vitneskju um mansal. Hafðu samband núna.

Hverjir eru gerendur mansals?

Gerandinn getur verið hver sem er, einhver sem lætur eins og vinur þinn, yfirmaður, fjölskyldumeðlimur eða jafnvel maki. Fólk er tælt með ást, umhyggju, athygli eða öryggi til þess að mynda traust. Þú veist ekki endilega að það sé verið að misnota þig og að þú sért þolandi mansals.

Hverjir eru fórnarlamb mansals?

Þekktu mansal og komdu í veg fyrir það

Ef þú þekkir einkenni og aðferðir við mansal og veist hvert á að leita til að fá hjálp, þá eykur þú líkurnar á að uppræta það.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð
Viðtalsherbergi í Bjarkarhlíð.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Mannréttindaskrifstofa Merki

Mannréttindaskrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Andlit í mörgum litum.

Fjölmenningardeild VMST

Hjá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og ýmsa nauðsynlega þjónustu.

Viðtalsherbergi í Bjarmahlíð

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Sigurhæðir á Selfossi

Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar færðu ókeypis ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.

Myndin sýnir bjarta setustofu þar sem er blár sófi hægra megin upp við vegg.  Sófinn er með tveimur gulum púðum fyrir framan lágt viðar sófaborð. Hinu megin við borðið eru tveir hvítir stólar, yfir annan þeirra hefur verið lagt samanbrotið teppi.  Fyrir aftan stólana má sjá bókahillu með ýmsum munum í. Á veggnum gagnstætt hurðinni er hægra megin gluggi með bláum gluggatjöldum. Vinstra megin eru hvítir upphengdir eldhússkápar.

Suðurhlíð

Suðurhlíð er miðstöð í Reykjanesbæ fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi.

Ofbeldi gegn innflytjendum

Fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi.