Nauðungarþjónusta er tegund mansals sem er mjög falin. Manneskja sem ræður sig í starf til dæmis til að aðstoða við heimilisstörf eða passa börn. Þó að sé búið að skrifa undir samning, þá geta aðstæður oft breyst hratt og verða óviðunandi. Það gæti verið nauðungarþjónusta þegar:

  • Þú býrð með annarri fjölskyldu en þú réðst þig til starfa hjá.
  • Þú færð ekki þitt eigið herbergi eða rými til að vera í.
  • Þú sefur í rými með öðrum eða rými sem er venjulega ekki notað sem svefnherbergi.
  • Þú mátt sjaldan fara út og alls ekki án þess að vera með yfirmanni þínum.
  • Ef þeir sem þú býrð með móðga þig, hóta þér og beita þig ofbeldi.
  • Þú færð ekki borguð laun fyrir vinnuna þína.
  • Þú þarft að vinna mjög langa vinnudaga og færð bara greitt fyrir hluta úr degi.

Samtal við neyðarvörð getur hjálpað manneskju út úr nauðungarþjónustu. Þekkir þú einhvern í slíkum aðstæðum?

Hvernig á ég að þekkja mansal?

Það getur verið erfitt að greina hvað mansal er, því mörkin eru oft óljós. Ef þú þekkir einkenni mansals, gætir þú hjálpað til við að koma manneskju út úr slíkum aðstæðum.

Stop The Traffik: Iceland

Stop The Traffik: Iceland eru sjálfstæð hjálparsamtök sem vinna að fræðslu til þolenda mansals og almennings um eðli mansals, einkenni og úrræði.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins sem er til staðar allan sólarhringinn ef þú vilt tala við einhvern. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Nauðungarhjónaband

Þegar einhver þvingar manneskju til að giftast sér til að hagnast á því sjálfur, til dæmis til að fá dvalarleyfi eða ríkisborgararrétt, þá er það mansal og heitir nauðungarhjónaband.