Vaktstöð siglinga

Þjónustar og tryggir öryggi skipa sem sigla um íslenska efnahagslögsögu.

Öruggar siglingar

Vaktstöð siglinga tryggir öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og eflir varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Skip sem sigla um íslenska efnahagslögsögu fá fjarskiptaþjónustu, neyðar- og öryggisþjónustu auk almennrar siglingaþjónustu.

Flæðirit sem sýnir ferla Vakstöðvar siglinga frá því að skip hefur samband þar til að boða viðbragðsaðila

Fjarskiptaþjónusta

Fjarskiptaþjónustu við skip á hafsvæðinu við og umhverfis landið er fjarstýrt frá Vaktstöð siglinga.

Neyðar- og öryggisþjónusta sjófarenda

Vaktstöð siglinga er ætlað að sjá um eftirtalin atriði sem varða neyð og öryggi sjófarenda á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

 • Vöktun og stjórnun neyðarfjarskipta skipa, þar með talið alþjóðlegar neyðarrásir.
 • Innlendar neyðar- og vinnurásir, STK, Inmarsat og Cospas-Sarsat.
 • Navtex þjónusta (vital, important og routine tilkynningar).
 • Beiðni um læknisaðstoð (MEDICO).
 • Útsending siglingaaðvarana, til dæmis um bilanir í vitakerfinu, reköld, farartálma og hafís.
 • Vöktun skipa í kerfi tilkynningaskyldu (hand- og sjálfvirkri).
 • Tengiliður við erlendar björgunarstöðvar.

Ef tilkynning berst ekki frá skipi á reglulegum tíma eða ef Vaktstöð siglinga berast upplýsingar sem gefa til kynna að þörf sé á eftirgrennslan, leit eða björgunarskips í íslenskri efnahagslögsögu eru nauðsynlegar ráðstafanir gerðar í samráði við alla sem geta veitt aðstoð.

Önnur þjónusta við sjófarendur

 • Móttaka og miðlun upplýsinga um skip sem falla undir hafnarríkiseftirlit.
 • Móttaka og miðlun tilkynninga og upplýsinga fyrir ýmsar stofnanir samkvæmt viðeigandi samningum.
 • Miðlun upplýsinga um veiðar, skyndilokanir, lög, reglur, Navtex og svörun fyrirspurna.
 • Þjónusta við lögreglu og önnur yfirvöld.

Sjósókn

Samantekt um ferðir íslenskra skipa í kringum Ísland. Lifandi gögn frá Trackwell VMS.

Strandstöðvar

Símtöl, skeyti, tilkynningarskylda og aðstoð allan sólarhringinn.

Áskrift að skipasjá

Vöktun íslenskra skipa

Sjósett skip og mávar fljúgandi í kring.

Navtex

Navtex er alþjóðlegur samskiptastaðall sem miðlar upplýsingum á hafi úti í formi útprentaðra skeyta.

Metrabylgja

Kallmerki og útbreiðsla metrabylgju (VHF)

Hafnarstöðvar á Íslandi

Kallmerki allra hafnarstöðva á Íslandi.