Heilsa og líðan

Merki Heilsuveru

Upplýsingar eða ráðgjöf varðandi heilsufar

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í síma 1700 og alla daga 8-22 á spjalli Heilsuveru.
Merki Hjálparsíma Rauða Krossins 17 17

Hjálparsími Rauða Krossins

Ekkert mál er of lítið eða stórt. Opið allan sólarhringinn, fullur trúnaður.

Grunur um eitrun

Eitrunarmiðstöðu Landspítalans veitir upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Gott að hafa: Heiti efnis eða lyfs (hafa umbúðirnar við höndina), hvenær eitrunin átti sér stað, aldur, þyngd þess sem mögulega varð fyrir eitrun.

Neyðarþjónusta tannlækna

Opin allan sólarhringinn. Nauðsynlegt að bóka tíma með því að hringja í síma 567-0707 eða senda tölvupóst á tannhjalp@tannhjalp.is. Ekkert komugjald

Umferð

Merki Vegagerðarinnar

Upplýsingar um færð eða umferð

Vegagerðin veitir upplýsingar um færð eða umferð allan sólarhringinn í síma 1770 eða á vefnum Umferðin.is

Bílavandræði

Ef þú ert í vandræðum með bilaðan bíl eða bíl er lagt fyrir þá geturðu hringt í dráttarbíl. Dráttarbíll er á kostnað bíleiganda.
Mynd af íslenskri bílnúmeraplötu

Bíll sem lagt er fyrir eða í einkastæði

Hægt er að komast að upplýsingum um hver eigandinn er með því að fletta upp á Mínum síðum hjá Samgöngustofu (innskráning með rafrænum skilríkjum).

Vegaaðstoð

FíB veitir félögum vegaaðstoð (5 112 112) og N1 veitir vegaaðstoð á höfuðborgarsvæðinu (660 3350). Sum tryggingafélög veita viðskiptavinum vegaaðstoð (Sjóvá 440 2222, VÍS 560 5000). Einnig má leita til dráttarbílafyrirtækja eða 24 road assistance.

Árekstur

Við árekstur þar sem ekki verður slys á fólki geta ökumenn fyllt út tjónaskýrslu á staðnum. Ef tjónaskýrsla er ekki við höndina er hægt fylla út tjónaskýrslu á vefnum hjá Árekstur.is. Ef þarf aðstoð á staðinn eru þjónustubílar á þeirra vegum á höfuðborgarsvæðinu.

Yfirgefnir bílar

Yfirgefna bíla, þ.e. bíla sem ekki hefur verið hirt um mjög lengi, er hægt að tilkynna til heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags.

Lögreglumál - krefjast ekki tafarlausrar aðstoðar

Merki Lögreglunnar

Smábrot eða þjófnaður

Ef þú hefur upplýsingar um smábrot eða þjófnað sem tilkynna þarf lögreglu er tekið á móti tilkynningum á vef lögreglunnar eða hjá lögreglunni í þínu umdæmi á dagvinnutíma.
Merki Lögreglunnar

Mál í vinnslu

Ef vantar upplýsinga um mál sem er í gangi hjá lögreglu er best að hringja í lögregluna í þínu umdæmi á dagvinnutíma.
Merki Lögreglunnar

Fíkniefnamál

Lögreglan tekur við ábendingum varðandi fíkniefnamál nafnlaust allan sólarhringinn.

Barnaverndarmál

Tveir strákar, ca 9 og 5 ára, brosandi að leika sér úti. Sá yngri í forgrunni klæddur bláaum stuttermabol horfir til vinstri út úr myndinni. Sá eldri úr fókus í bakgrunni klæddur grænum bol lítur niður á leikföngin sem hann er að leika sér að.

Barnavernd

Tilkynningar til barnaverndar er best að koma beint áleiðis til barnaverndarþjónustu á viðkomandi svæði. Ef þú veist ekki hvert á að tilkynna eða barn þarfnast tafarlausrar aðstoðar, þá hringir þú í 112

Brot á umgengni

Brot á umgengnissamningi skal tilkynna til viðkomandi sýslumanns.

Útivistartími barna

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, 13 til 16 ára, skulu ekki vera úti eftir klukkan 22:00. Frá 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.

Dýr

Neyðarsími dýralækna

Sjálfstætt starfandi dýralæknar eru með vakt alla virka daga frá kl. 17:00 til kl. 08:00 næsta virka dag. Á höfuðborgarsvæðinu er síminn 530 4888. Fyrir önnur landsvæði sjá hér fyrir neðan.

Slasað eða dáið dýr

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að hafa samband við Dýraþjónustu Reykjavíkur (sími 822 7820) eða Meindýravarnir Reykjavíkur (sími 693 9620)

Slæm meðferð á dýrum

Ábendingar um illa meðferð á dýrum skal tilkynna umsvifalaust til Matvælastofnunar eða lögreglunnar. 

Klípur

Vegabréf týnt / útrunnið

Sýslumenn gefa út vegabréf. Lögreglan hefur ekki lengur leyfi til að gefa út vegabréf með stuttum fyrirvara.

Lásasmiðir

Ef þú hefur læst þig úti og enginn er í hættu er best að hringja í lásasmið. Teljir þú einhvern læstan inni í hættu hringir þú í 112.

Upplýsingasímar

Hægt er að fá upplýsingar um mjög margt hjá Já (sími 1818 - www.ja.is) og 1819 (sími 1819 - www.1819.is). Til að mynda um símanúmer, heimilisföng, opnunartíma fyrirtækja ásamt leiðarvísun.