Neyðarlínan
Neyðarlínan sér um neyðar- og öryggisþjónustu á Íslandi og starfrækir til þess 112, Vaktstöð siglinga og Tetra fjarskiptakerfið. Rekstur neyðarvaktstöðvar er í samræmi við lög um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008. Neyðarlínan boðar björgunar- og neyðarsveitir á öllu landinu og er tengiliður milli almennings og viðbragðsaðila.