Beint í efni

Neyðarlínan veitir neyðar- og öryggisþjónustu

Neyðarverðir Neyðarlínunnar eru á vakt allan sólarhringinn, tilbúnir að veita aðstoð á láði eða legi. Viðbragðsaðilar og þeir sem reka innviði í dreifingu orku og fjarskipta stóla á Tetra fjarskiptakerfið.

Neyðarlínan

Neyðarlínan sér um neyðar- og öryggisþjónustu á Íslandi og starfrækir til þess 112, Vaktstöð siglinga og Tetra fjarskiptakerfið. Rekstur neyðarvaktstöðvar er í samræmi við lög um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008. Neyðarlínan boðar björgunar- og neyðarsveitir á öllu landinu og er tengiliður milli almennings og viðbragðsaðila.

Ein stærsta neyðin er hjálp við endurlífgun

Neyðarlínan er fyrst og fremst til fyrir fólk í sínum stærstu neyðum þótt það sé ekki nema 1% af tilfellum. Í þeim tilvikum þar sem fólk er ekki með hjartslátt og andar ekki verður að hafa samband við 112. Þá hjálpar neyðarvörður við endurlífgun. Með því að hnoða hjartað er hægt að halda góðri heilastarfsemi í um það bil 10 mínútur. Þá ættu bjargir að vera komnar á staðinn sem geta tekið við.