Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver gerir eitthvað sem viljandi meiðir þig eða lætur þér oft líða illa.

Tegundir ofbeldis

Kona heldur utan um brotið hjarta.

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Þegar aðilinn sem beitir ofbeldinu er maki eða fyrrverandi maki þá er það kallað ofbeldi í nánu sambandi.

Fræðsla fyrir börn og unglinga

Ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig eða lætur þér líða illa. Það er bannað með lögum að beita aðra ofbeldi.

Barn með skikkju.

Ofbeldi gegn börnum - Upplýsingar fyrir fullorðna

Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að passa upp á það. Ef þú veist eða hefur grun um að barn sé beitt ofbeldi áttu að tilkynna það. Góð samskipti og fræðsla er góð undirstaða til að fyrirbyggja ofbeldi og stoppa það eins fljótt og hægt er.

Kynferðisofbeldi og áreitni

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað kynferðislegt við þig eða fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni í orðum eða hegðun er líka ofbeldi.

Fjórar manneskjur af mismunandi kynþætti, kynferði og trú.

Fordómar og ofbeldi gegn jaðarsettum hópum

Fólk sem er í jaðarsettum hópum þarf oft að þola hegðun sem aðrir þurfa ekki að þola.

Mansal

Mansal er þegar einstaklingur misnotar eða hagnýtir aðra manneskju á einhvern hátt til að græða peninga eða fá önnur hlunnindi.

Kona situr á gólfinu. Hugur hennar er í ójafnvægi.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Trúarofbeldi

Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Manneskja sem situr inni í búri

Eltihrellir

Ef einhver situr um þig endurtekið, eltir þig, hótar eða fylgist með þér er sá eltihrellir (e. stalker) og kallast þessi hegðun umsáturseinelti.

Þú getur haft samband við neyðarvörð ef þig grunar að þú eða einhver sem þú þekkir sé beittur ofbeldi.