Líkamlegt ofbeldi er mjög alvarlegt
Þegar einhver meiðir þig, eða hótar að meiða þig, kallast það líkamlegt ofbeldi.
- Það skiptir ekki máli hvort það verði líkamlegur skaði.
- Það kallast líka líkamlegt ofbeldi að neita að gefa einhverjum eitthvað sem hann þarf fyrir líkamann, eins og lyf.
- Það er aldrei í lagi að beita líkamlegu ofbeldi.
- Oft hefur andlegu ofbeldi verið beitt í einhvern tíma áður en líkamlega ofbeldið byrjar.
- Að þurfa að vera vitni að ofbeldi er líka ofbeldi. Börn sem verða vitni að ofbeldi á heimilinu líður svipað illa og ef þau eru sjálf beitt ofbeldi.
















