
Heimilisfriður
Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir öll sem beita ofbeldi í nánum samböndum.

Taka ábyrgð á eigin hegðun
Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú sért að beita þína nánustu einhvers konar ofbeldi hafðu þá samband við Heimilisfrið. Meðferðin snýst um að taka ábyrgð á eigin ofbeldisfullu hegðun. Síðan eru kenndar leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilegan hátt.
Meðferðin byrjar með einstaklingsviðtölum en síðan er líka hægt að fara í hópráðgjöf. Einstaklingsviðtal kostar 3000 krónur og hópmeðferð kostar 16.000 krónur önnina. Mökum er boðið upp á 2 viðtöl við upphaf og lok meðferðar. Þau viðtöl eru hjá öðrum sálfræðingi en hinn aðilinn er hjá til að gæta trúnaðar. Einnig er boðið upp á paraviðtöl ef metið er að það eigi við.
Í húsinu er lyfta þannig að hægt er að komast í hjólastól. Ef þú þarft táknmálstúlkun eða tungumálatúlkun greiða tilvísunaraðilar fyrir þá þjónustu.
Heimilisfriður er á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Hægt er að bóka tíma í síma 555 3020 eða senda þeim tölvupóst á heimilisfridur@salfraedistofan.is. Einnig er starfsmaður á Akureyri sem sinnir öllu landinu, síminn hjá honum er 460 9500.
Símanúmer
Heimilisfang
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastól.Tungumál
Tungumála- og táknmálstúlkun á vegum tilvísunaraðila.
Heimilisfriður hjálpar fólki sem beitir ofbeldi að hætta því.
Meðferð fyrir þá sem beita ofbeldi
Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir gerendur í heimilisofbeldi af öllum kynjum. Það eina sem þarf er vilji til að breyta ofbeldishegðun sinni og að taka á sínum málum. Boðið er upp á meðferð við hvers konar ofbeldshegðun, eins og andlegri, líkamlegri og kynferðislegri. Meðferðin byggir á einstaklingsviðtölum, einnig er boðið upp á makaviðtöl og parameðferð ef það á við.
Reynslusaga Tómasar
Tómas er ekki til í alvörunni en frásögn hans er byggð á viðtölum við þá sem hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Þeir sem beita ofbeldi geta breyst með því að leita sér hjálpar.
Mýtur um fólk sem beitir ofbeldi
Þeir sem beita ofbeldi ganga huldu höfði í íslensku samfélagi í skjóli mýta um fólk sem beitir ofbeldi. Sérfræðingar í málefnum þolenda og gerenda telja að nauðgunarmenningu og ofbeldi verði ekki útrýmt nema með því að varpa ljósi á gerendur og skapa menningu þar sem þeir geta og þurfa að axla ábyrgð.
Að koma í veg fyrir að beita ofbeldi
Ástæður fyrir því af hverju fólk beitir ofbeldi geta verið margvíslegar. Það er hægt að fá hjálp til að breyta hegðun sinni.
