
Heilsugæslan
Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Talaðu við hjúkrunarfræðing
Þú getur leitað til þinnar heilsugæslu til að fá aðstoð vegna ofbeldis eða annarra vandamála. Þar starfa læknar, hjúkrunafræðingar og sálfræðingar sem geta hjálpað þér. Á dagvinnutíma geturðu alltaf fengið að tala við hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða ljósmóður sem aðstoðar þig og vísar þér á viðeigandi aðstoð eftir þörfum. Þú getur annað hvort hringt eða farið á þína heilsugæslustöð.
Þú getur talað líka talað við hjúkrunarfræðing á netinu gegnum netspjall Heilsuveru. Á Heilsuveru er hægt að sjá hver þín heilsugæslustöð er, bóka tíma hjá lækni og hægt að nálgast upplýsingar um allt varðandi heilsu, þar á meðal um ofbeldi.
Margar heilsugæslustöðvar eru með sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Þangað geta ungmenni leitað til að ræða um heilsu sína og líðan.
Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni er læknir ávallt á vakt. Hér má sjá kort með upplýsingum um allar heilbrigðisstofnanir á landinu.
Vefsíða
Tungumál
Íslenska, English
Hjúkrunarfræðingar Heilsuveru veita þér ráðgjöf varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu.



Andlegt ofbeldi
Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.
