
Heilsuvera
Á vef Heilsuveru er hægt að tala við hjúkrunarfræðing gegnum netspjall. Á vefnum eru upplýsingar um allt varðandi heilsu.

Tala við hjúkrunarfræðing
Heilsuvera er vefsíða sem heilsugæslan og landlæknir sjá um. Á vefsíðunni eru upplýsingar um heilsu og líka um ofbeldi og hvað er til ráða. Þar geturðu fengið ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingi gegnum netspjall alla daga frá 8 til 22.
Þegar þú skráir þig inn á Netspjallið er beðið um nafn eða netfang en þú þarft ekki að gefa upp rétt nafn eða netfang. Ef þú talar ekki íslensku reyna hjúkrunarfræðingar eftir bestu getu að tala þitt tungumál.
Þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkum á þitt svæði á Heilsuveru. Þá geturðu séð sjúkrasöguna þína, endurnýjað lyfseðla, sent skilaboð til læknis eða bókað tíma hjá lækni á næstu heilsugæslustöð.
Vefsíða
Tungumál
Tungumálatúlkun.
Hjúkrunarfræðingar Heilsuveru veita þér ráðgjöf varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu.
Líkamlegt ofbeldi
Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.
