Tala við hjúkrunarfræðing

Heilsuvera er vefsíða sem heilsugæslan og landlæknir sjá um. Á vefsíðunni eru upplýsingar um heilsu og líka um ofbeldi og hvað er til ráða. Þar geturðu fengið ráðgjöf frá hjúkrunarfræðingi gegnum netspjall alla daga frá 8 til 22 eða fengið símaráðgjöf í síma 513 1700.

Þegar þú skráir þig inn á Netspjallið er beðið um nafn eða netfang en þú þarft ekki að gefa upp rétt nafn eða netfang. Ef þú talar ekki íslensku reyna hjúkrunarfræðingar eftir bestu getu að tala þitt tungumál.

Þú getur skráð þig inn með rafrænum skilríkum á þínar síður á Heilsuveru. Þá geturðu séð sjúkrasöguna þína, endurnýjað lyfseðla, sent skilaboð til læknis eða bókað tíma hjá lækni á næstu heilsugæslustöð.

Hjúkrunarfræðingar Heilsuveru veita þér ráðgjöf varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.