Hvað er mikilvægt í heilbrigðu sambandi?

Sambönd fólks eru ólík en gott að muna að ekkert samband er fullkomið. Mestu máli skiptir að tala saman af heiðarleika og virðingu.

 • Jafnrétti. Jafnrétti í sambandi þýðir að líðan og óskir beggja eru virtar og þeim er mætt eins og hægt er, en ekki að einn aðili sé ráðandi á kostnað hins.
 • Heiðarleiki. Heiðarleiki er grunnur að því að samband endist og gangi vel. Í heiðarlegu sambandi er hægt að viðurkenna að hafa rangt fyrir sér, segja sannleikann án þess að óttast og fyrirgefa mistök.
 • Virðing. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir hvort öðru. Það er mikilvægt að virða skoðanir, styðja og treysta. Þegar virðing ríkir í sambandi er ekki verið að stjórna eða reyna breyta hinum aðilanum.
 • Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman. Það þarf að hlusta á hvort annað og vera tilbúin að ræða vandamál og ósamkomulag. Oft verða rifrildi hreinlega til vegna misskilnings!

Til að efla góð samskipti

 • Vertu skýr og talaðu af nákvæmni.
 • Segðu frá tilfinningum þínum og spurðu um tilfinningar makans.
 • Reyndu að setja þig í spor hins aðilans og sjá málið frá hans sjónarhorni.
 • Veltið upp mögulegum lausnum þar sem þið bæði fáið sem mest af því sem þið viljið.

Forðastu:

 • Niðrandi tal.
 • Uppnefningar.
 • Að grípa fram í.
 • Að setja afarkosti.

Er þetta ást?

Er í lagi að nota silent treatment í sambandi? En að hóta að skaða sig ef makinn fer frá manni? Hvað er ást?

Hvað vilt þú fá út úr sambandi?

Ef þig langar til að deila lífi þínu með annarri manneskju er gott að vita hvað þú vilt fá út úr sambandi og hvernig sé komið fram við þig. Allir eiga það skilið að vera í heilbrigðu og traustu sambandi. Það getur verið gott að skrifa þetta niður og hvað þér finnst mikilvægast.

Hér eru nokkur dæmi:

 • Að mér sé treyst.
 • Að ég fái hvatningu.
 • Að við njótum þess að hanga saman.
 • Að komið sé fram við mig af hreinskilni.
 • Að borin sé virðing fyrir mér.
 • Að það sé haldið utan um mig.
 • Að ég njóti trausts.
 • Að við leiðumst.

Er þetta heilbrigt, óheilbrigt eða ofbeldisfullt samband?

En er þetta ást?

Er eðlilegt að deila öllu alltaf í sambandi? Er í lagi að dreifa kynferðislegum myndböndum af maka?

Samþykki er nauðsynlegt í kynlífi

Að gefa samþykki af frjálsum vilja er nauðsynlegt í kynlífi og kynferðislegum athöfnum. Annað er kynferðislegt ofbeldi.