Ofbeldi er alls konar

Ofbeldi getur verið líkamlegt, kynferðislegt og andlegt. Það getur líka verið stafrænt og fjárhagslegt. Ofbeldi getur gerst inni á heimilum eða úti á skólalóð, fullorðnir geta beitt unglinga ofbeldi eða unglingar hvorn annan. Ofbeldi er alls konar.

Það getur oft verið erfitt að fatta hvað sé heilbrigt eða óheilbrigt í samskiptum og hvenær það er ofbeldi. Ef einhver gerir eitt eða fleira af þessu við þig er það líklegast ofbeldi:

  • Hótar þér.
  • Meiðir þig með því að sparka, lemja eða hrinda.
  • Missir stjórn á skapi sínu.
  • Niðurlægir þig.
  • Ásakar þig um eitthvað sem þú hefur ekki gert.
  • Einangrar þig frá fjölskyldu eða vinum.
  • Segir þér hvað þú átt að gera eða hvernig þú átt að haga þér.
  • Pressar á þig eða neyðir þig til að stunda kynlíf.
  • Sendir þér óumbeðna nektarmynd eða þrýstir á þig að fá nektarmynd.
  • Biður þig um að gera eitthvað kynferðislegt við sig (t.d. munnmök) í staðinn fyrir greiða.

Þetta eru bara örfá dæmi. Endilega skoðaðu meira á þessari síðu til að kynna þér betur hvernig ofbeldi lýsir sér og hvar þú getur fengið hjálp.

Þú getur haft samband allan sólarhringinn við 112 eða 1717 til að fá hjálp.

Kynntu þér betur mismunandi tegundir af ofbeldi

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.

Slagsmál ungmenna

Gróf slagsmál og einelti hafa alvarlegar og ævilangar afleiðingar.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Stafrænt kynferðisofbeldi gegn unglingum

Það er ekkert að því að taka og senda kynferðislega mynd af sér eða öðrum ef allir aðilar eru til í það. En þegar það er gert með þrýstingi eða án leyfis er það ólöglegt.

Manneskja heldur fyrir augun. Hún snýr að okkur og mikið liðað hár sveiflast til hægri í vindinum.

Kynferðisofbeldi gegn unglingum

Það er kynferðisofbeldi þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða gerir eitthvað við þig sem þú hefur ekki samþykkt.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Heimilisofbeldi hjá unglingum

Ef einhver skyldur eða nátengdur þér beitir þig ofbeldi kallast það heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.

Heilbrigð sambönd og kynlíf

Í heilbrigðu sambandi og kynlífi er jafnrétti, heiðarleiki, virðing og góð samskipti. Í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu.

Hvenær verða unglingar sakhæfir?

Unglingar verða sakhæfir 15 ára gamlir. Það þýðir að þá má refsa þeim ef þeir brjóta af sér. Það má handtaka þá og úrskurða í gæsluvarðhald en þá þarf að tilkynna barnaverndarnefnd og foreldrum um það vegna þess að sérreglur gilda um unglinga til 18 ára aldurs.

Segðu frá

Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur orðið fyrir ofbeldi er best að tala um það við einhvern sem þú treystir. Til dæmis við einhvern í fjölskyldunni, kennara, námsráðgjafa, skólasálfræðing, skólahjúkrunarfræðing eða þjálfara. Þeir sem beita ofbeldi geta líka fengið hjálp. Það er fullt af fólki sem er tilbúið að hlusta á þig og hjálpa.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Samtökin '78

Samtökin 78

Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Tæling

Þegar eldri manneskja tælir ungling eða viðkvæma manneskju til kynferðislegra athafna með blekkingu eða gjöfum kallast það tæling. Tæling er ofbeldi og er ólögleg.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Krakkar

Ertu á aldrinum 10-12 ára? Hvað áttu að gera ef það er ofbeldi heima hjá þér? Hvað er að leggja í einelti og hvernig notar maður eiginlega öll þessi öpp til að tala við fólk?