
Samtökin '78
Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Stuðningur fyrir hinsegin fólk
Samtökin ’78 eru félagasamtök hinsegins fólk. Samtökin bjóða upp á ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, þar á meðal vegna ofbeldis. Markmið samtakanna er að styðja hvern og einn, veita aðstoð og vera til staðar. Þú ert aldrei ein, einn eða eitt. Fyrstu þrír tímar í ráðgjöfinni kosta ekki neitt. Ef þú vilt koma oftar geturðu samið um greiðslur og jafnvel fengið niðurgreitt af ríkinu.
Þangað er hægt að komast í hjólastól. Allir viðburðir samtakanna eru haldnir í aðgengilegu húsnæði. Þú getur fengið tungumála og táknmálstúlkun ef þú þarft.
Samtökin ’78 eru á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þar er opið á virkum dögum frá 13-16. Best er að bóka tíma á vefsíðunni þeirra. Þú getur líka hringt í síma 552 7878 eða sent þeim tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Suðurgata 3, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English, Polski, Francais. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Samtökin '78 hjálpa öllu hinsegin fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Þú ert velkomin/nn/ð.
Viltu vita meira?


